10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Harpixið á hilluna eftir tuttugu ára feril með Stjörnunni

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Sólveig Lára Kjærnested
Sólveig Lára Kjærnested
vísir/bára

Sólveig Lára Kjærnested mun ekki leika með Stjörnunni í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.

Í tilkynningu sem handknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér í gær kemur fram að Sólveig Lára hafi ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna 

Sólveig hefur verið ein af burðarásum Stjörnunnar um árabil en hún gekk í raðir félagsins 15 ára gömul og hefur leikið með liðinu allar götur síðan ef frá er talið eitt keppnistímabil er hún lék í þýsku úrvalsdeildinni.

Hún lék 63 landsleiki fyrir A-landslið Íslands á ferli sínum og var hluti af liðinu sem tók þátt í fyrsta stórmóti kvennalandsliðsins í handbolta á EM í Danmörku árið 2010.

Sólveig Lára varð þrívegis Íslandsmeistari með Stjörnunni og fimm sinnum bikarmeistari.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir