4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Harrison Ford snýr aftur á hvíta tjaldið í hlutverki Indiana Jones

Skyldulesning

Orðrómur um að Harrison Ford myndi snúa aftur á hvíta tjaldið í hlutverki Indiana Jones hefur lengi verið á kreiki en nú hefur hann loksins verið staðfestur. Disney tilkynnti á Twitter að Ford snúi aftur í hlutverki Indiana Jones í júlí 2022.

CNN skýrir frá þessu. Ford, sem er 78 ára, mun því setja á sig hatt Indiana Jones á nýjan leik og taka svipuna upp úr skúffu.  Fyrsta myndin um Indiana Jones var sýnd 1981, önnur var sýnd 1984 og sú þriðja 1989. Fjórða myndin kom síðan 2008. Nokkur ár eru síðan byrjað var að ræða um fimmtu myndina og nú hefur loksins verið staðfest að hún kemur á hvíta tjaldið.

Það verður James Mangold sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt Walk the Line, The Wolverine og Logan.

Innlendar Fréttir