Harry Belafonte er látinn – Vísir

0
77

Lífið

Harry Belafonte er látinn Söngvarinn Harry Belafonte árið 2014. EPA Jamaísk-bandaríski söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er látinn, 96 ára að aldri. 

Talsmaður Belafonte til fjölda ára, Ken Sunshine, staðfestir andlátið í samtali við New York Times. Hann segir að Belafonte hafi látist af völdum hjartaáfralls. 

Belafonte öðlaðist heimsfrægð árið 1956 þegar hann gaf út lagið Calypso, en platan varð sú fyrsta til að seljast í meira en milljón eintökum. Belafonte starfaði á ferli sínum einnig sem framleiðandi, auk þess að leika í fjölda sjónvarpsþátta. 

Belafonte var áberandi í réttindabaráttu svartra á sjöttu ára áratugnum. Hann var einnig virkur í baráttu UNICEF og sem góðgerðarsendiherra heimsótti hann Ísland árið 2004 þar sem hann var viðstaddur upphaf jólakortasölu og opnun ljósmyndasýningar UNICEF í Smáralind.

Meðal þekkra laga Belafonte má nefna The Banana Boat Song, Jump in the Line og Jamaica Farewell.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið
Tarot dagsins Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.