Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins hefur spilað flestar mínútur atvinnumanna í knattspyrnu árið 2020, ef marka má gögn sem voru tekin saman af CIES Football Observatory.
Maguire hefur hingað til spilað 4.745 mínútur árið 2020, það jafngildir rúmlega 79 klukkustundum. Það er meira en Ruben Días (4.344 mínútur), leikmaður Manchester City og Lionel Messi (4.293), leikmaður Barcelona, hafa spilað en þeir eru næstir á listanum á eftir Maguire ef útileikmenn eru skoðaðir.
Sá markvörður sem hefur spilað flestar mínútur er Marcelo Lomba, leikmaður SC Internacional með 4,740 mínútur. Næst á eftir honum koma þeir Weverton Pereira, leikmaður Palmeiras og Fernando Prass, leikmaður Ceara SC.

