6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys

Skyldulesning


Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið.

„Svona er fótboltinn. Menn gera mistök og við kennum Jesse [Lingard] ekki um,“ sagði Maguire í leikslok. „Ég er viss um að allir á vellinum hafi gert mistök og ég er viss um að Jesse kemur til baka eftir þetta.“

Þetta var fyrsti leikur tímabilsins í Meistardeildinni, og Maguire segir að liðið hafi nægan tíma til að snúa genginu við.

„Þetta var fyrsti leikurinn í riðlakeppninni. Það er nóg af leikjum eftir til að snúa þessu við og við verðum að gera það. Við munum reyna að taka þrjú stig úr næsta leik og byggja á því.“

Maguire segir að liðið hafi spilað nokku vel eftir að þeir urðu manni færri og að það sé erfitt að sætta sig við það að fá sigurmark í andlitið á lokamínútum leiksins.

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel. Ég held að breytingarnar sem voru gerðar hafi hjálpað okkur að verjast fyrirgjöfunum betur. Við gátum ekki stjórnað teignum með fjögurra manna varnarlínu og þeir áttu eiginlega engin opin færi. Það er erfitt að sætta sig við þetta svona undir lokin.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir