10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Haukur Helgi jákvæður á ný og missir af landsleikjunum

Skyldulesning

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson fær ekki leyfi til þess að spila með íslenska körfuboltalandsliðinu í leikjunum tveimur í FIBA búbblunni í Slókvakíu.

Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Haukur Helgi Pálsson sé ennþá með kórónuveiruna og megi því ekki koma til móts við íslenska hópinn.

Haukur Helgi Briem Pálsson greindist aftur jákvæður í seinni skimun sinni sem nauðsynlegt var að taka fyrir brottför hans til íslenska hópsins. Ferðalag hans var á dagskránni seinni partinn í dag.

Það þýðir einfaldlega að hann missir af leikjunum tveim í þessum landsliðsglugga þar sem ekki er tími og rúm fyrir frekari skimanir og ferðalög samkvæmt reglum FIBA. Haukur Helgi hafði greinst neikvæður og með mótefni í blóðprufu, en því miður eru þetta nýjustu fréttirnar eins og áður segir í morgun, úr prufu sem tekin var í gær. Vonir stóðu til að hún yrði aftur neikvæð.

Haukur Helgi, sem leikið hefur 68 landsleiki fyrir Ísland, hefur verið að spila vel með Andorra í efstu deild á Spáni og var hópurinn spenntur að fá hann til liðs við sig. Íslenska liðið er áfram staðráðið í að sækja tvo sigra í leikjunum tveim og eru 12 leikmenn klárir í slaginn úti. Allir sem þar eru, leikmenn og fararteymi, voru skimaðir í gær þriðjudag og komu allir neikvæðir í þeirri skimun.

Ein breyting verður því á liðsskipan Íslands fyrir leikina tvo, Ragnar Ágúst Nathanaelsson kemur inn í liðið fyrir Hauk Helga, en hann er hluti af 13 manna hópnum sem var skipaður fyrir leikina tvo.

Strákarnir og starfslið sendu Hauki Helga sínar bestu kveðjur frá Bratislava og segjast ætla að berjast fyrir hann og land og þjóð í leikjunum framundan. Með góðum úrslitum getur íslenska liðið styrkt stöðu sína í riðlinum sem klárast svo í febrúar 2021 en þá verða það tvö efstu liðin fara áfram í næstu umferð keppninnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir