7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Haukur Ingi segir frá ótrúlegu agaleysi – „Hann var búinn að þyngjast um þrjátíu kíló“

Skyldulesning

Haukur Ingi Guðnason fyrrum knattspyrnumaður rifjar upp skemmtilega tíma í samtali við Hjörvar Hafliðason en Haukur átti merkilegan feril sem knattspyrnumaður

Haukur var 19 ára gamall þegar hann gekk í raðir Liverpool árið 1997 en hann var í herbúðum enska stórliðsins í þrjú ár.

Roy Evans var stjóri Liverpool en stórlið um alla Evrópu vildu fá Hauk Inga í sínar raðir. „Eina viðmiðið sem ég hef er að hafa farið til Arsenal á reynslu, Arsene Wenger var með mikla fagmennsku í gangi. Hjá Liverpool var meira gaman, æfing átti að byrja 10:30 og menn voru að týnast út fimm eða tíu mínútum eftir það,“ segir Haukur Ingi og segir að agaleysi hafa verið í gangi hjá klúbbnum á þessum tíma.

Neil Ruddock var öflugur varnarmaður í herbúðum Liverpool en hann var einn af þeim sem hafði stundum aðeins of gaman af lífinu. „Tímabilið 98/99. Þegar undirbúningstímabilið er að byrja, menn eru að mæta eftir sumarfrí. Þá voru flestir búnir að bæta á sig tíu kílóum, Ruddock var hins vegar hvergi sjáanlegur, það vissi enginn hvar hann var. Hann hringdi og var fastur í Indlandi, hann mætir nokkrum dögum síðar og var búinn að þyngjast um þrjátíu kíló.“

Skömu síðar kom Gerard Houllier sem féll frá í vikunni og tók við starfinu. „Akkilesarhæll Evans var að menn voru að komast upp með aðeins of mikið.“

Haukur Ingi yfirgaf Liverpool sumarið 2000 og spilaði eftir það á Íslandi.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir