1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

„Hef bara aldrei fundið betri tilfinningu“

Skyldulesning

Ingibjörg tók við Hljóðnemanum.

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í kvöld Gettu betur í tuttugasta og annað skipti. Skólinn vann síðast keppnina í hittifyrra.

„Ég hef bara aldrei fundið betri tilfinningu,“ segir Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, keppandi MR, í samtali við mbl.is.

Lið MR fagnaði sigrinum ákaft.

Mjög sætt

Aðspurð segir hún að lykillinn að velgengi MR í keppninni sé góður undirbúningur, en eins og áður sagði er þetta tuttugasta og annað skipti sem skólinn vinnur keppnina.

„Þetta var mjög sætt. Það er allt skemmtilegt við þetta,“ segir Ingibjörg um Gettu betur keppnina.

MR sigraði FG með 5 stigum.

Ingibjörg segir liðið ætla halda upp á teiti í kvöld með góðu fólki til að fagna sigrinum.

Þegar blaðamaður forvitnaðist um undirbúning liðsins fyrir keppnina vildi Ingibjörg engu ljóstra upp enda megi ekki ljóstra upp um sigurformúlu MR-inga.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir