-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

„Hefði ekki viljað neinn annan í þetta verkefni með mér“

Skyldulesning

Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson hafa fylgst lengi að í fótboltanum.
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson hafa fylgst lengi að í fótboltanum.
vísir/vilhelm

Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa getað fengið betri mann með sér í starfið en Eið Smára Guðjohnsen.

Arnar og Eiður eru jafnaldrar, fæddir 1978, léku lengi saman í íslenska landsliðinu og voru herbergisfélagar þar. Þeir störfuðu saman með U-21 árs landslið Íslands og taka aftur upp þráðinn hjá A-landsliðinu.

„Við erum stoltir að fá þetta tækifæri og erum tilbúnir í þetta ævintýri. Þetta eru stór verkefni og maður gerir þetta ekki einn. Öll þjóðin fylkir sér á bak við liðið eins og undanfarin ár. Það taka allir þátt í þessu,“ sagði Arnar á blaðamannafundi KSÍ í dag.

Nýi landsliðsþjálfarinn gæti ekki verið ánægðari með aðstoðarmanninn sinn.

„Það þarf að vera hundrað prósent traust milli aðila og ég ber 110 prósent traust til Eiðs Smára. Að hafa einhvern við hlið sér sem hugsar eins um fótbolta er gulls ígildi. Ég hefði ekki viljað neinn annan í þetta verkefni með mér,“ sagði Arnar.

Þeir Eiður stýra Íslandi í fyrsta sinn gegn fjórföldum heimsmeisturum Þýskalands í undankeppni HM í mars á næsta ári.


Tengdar fréttir


Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu.


Nýju landsliðsþjálfararnir ætla ekki að hreinsa til í íslenska landsliðinu heldur velja bestu leikmennina í landsliðið.


Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði aðeins frá leitinni að nýjum landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í dag.


Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári.


Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.


Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ.


Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.


Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf.


Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ.
Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir