8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Hefðu flesta daga talist býsna góð kjör

Skyldulesning

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar.

mbl.is/Árni Sæberg

Óverðtryggðir vextir upp á 4,5% hefðu flesta daga talist býsna góð kjör. Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í dag, eftir að Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins spurði hann út í nýyfirstaðið skuldabréfaútboð borgarinnar.

Niðurstöður útboðsins voru kynntar 10. desember og reyndist ávöxtunarkrafan á nýjum grænum skuldabréfaflokki hljóða upp á 4,5%, eða umtalsvert verri kjör en borgin fékk í skuldabréfaútboði í maí síðastliðnum, en þá var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 2,6 milljarðar króna á ávöxtunarkröfunni 2,99%.

Í útboðinu núna tók borgin tilboðum upp á rúma 3,8 milljarða króna að nafnvirði.

Áhættustuðullinn víða lægri en á Íslandi

Á fundinum í dag benti Dagur á að vaxtakjör ríkisins og annarra opinberra aðila hefðu hækkað að undanförnu.

„Við þurfum að vera vakandi fyrir þessu,“ sagði Dagur. „Þess vegna höfum við verið að ræða þessi mál bæði við fjármálaráðuneytið og líka í gegnum svonefnda jónsmessunefnd,“ bætti hann við og tók fram að hann hefði nýlega farið yfir þessi málefni á fundi með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra.

„Það sem skiptir máli þarna er að skuldabréf borgarinnar eru raunar gjaldgeng í endurhverfum viðskiptum.“

Dagur tók fram að borgaryfirvöld hefðu bent á að víða væri áhættustuðullinn á sveitarfélagabréf mun lægri en á íslandi.

Seðlabankar kaupa skuldabréf sveitarfélaga

„Þetta hefur verið svona um áravís og þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Eins eru fjölmargir seðlabankar sem eru að kaupa beint skuldabréf sveitarfélaga,“ bætti hann við og vísaði til Bandaríkjanna og Svíþjóðar meðal annars.

„Við verðum vör við skilning á þessu bæði í fjármálaráðuneytinu og í seðlabankanum, því það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti fjárfest myndarlega, að lágt vaxtastig í landinu nýtist til þess, og það til fulls, og ég á þess vegna von á að þetta samtal haldi áfram og við munum í sameiningu leita leiða til að tryggja bæði ríki, en líka sveitarfélögum og sannarlega Reykjavíkurborg, ásættanleg vaxtakjör fyrir það fjárfestingarátak sem er þörf á.“

Frétt Morgunblaðsins um útboðið

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir