5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Hefur aldrei neitað að æfa eða spila

Skyldulesning

Paul Pogba ásamt Ole Gunnar Solskjær þegar Pogba kom inn …

Paul Pogba ásamt Ole Gunnar Solskjær þegar Pogba kom inn á gegn RB Leipzig í vikunni.

AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri enska félagsins Manchester United, segir að Paul Pogba sé einbeittur á að spila fyrir liðið.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, sagði í viðtali við ítalska íþróttablaðið Tuttosport að dagar Pogba hjá United væru senn taldir og að best væri fyrir alla ef hann fyndi sér nýtt lið.

Solskjær sagði þó engin vandamál tengd Pogba. „Paul býr yfir hungri og löngun til þess að spila. Hann vill æfa og er einbeittur á það að standa sig vel þegar hann fær tækifæri til,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í gær.

„Aðrir leikmenn hafa neitað að æfa og spila, þeir eru ekki hér lengur auðvitað, en Paul hefur aldrei gert það. Hann hefur gæðin og viljann til þess að standa sig vel þegar hann kemur inn á, eins og hann gerði gegn RB Leipzig, þegar hann átti góða innkomu,“ bætti Solskjær við.

Innlendar Fréttir