3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Hefur barist við sína djöfla en er kominn á beinu brautina með hjálp Ronaldo

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnnar, hefur notið mikillar velgengni innan vallar en á meðan Ronaldo fetaði sinn veg í knattspyrnuheiminum, gerðu vandamál innan fjölskyldunnar vart um sig.

Hugo Aveiro er eldri bróðir Ronaldo, hann er 10 árum eldri en knattspyrnustjarnan og hefur áður átt í vandræðum með áfengis- og eiturlyfjaneyslu.

Ronaldo sneri aldrei baki við bróður sínum heldur hjálpaði honum að komast á beinu brautina aftur, erfiðleikar með áfengis- og eiturlyfjaneyslu höfðu áður gert vart um sig hjá föður Ronaldo.

Hugo var á sínum yngri árum talinn mjög efnilegur knattspyrnumaður en leiddist á ranga braut í lífinu. Ronaldo hjálpaði honum að komast í meðferð, borgaði fyrir hana og nú sér Hugo um safn sem er helgað knattspyrnuferli Ronaldo.

Nú eru þeir bræður mjög nánir, hafa yfirstigið erfiðleikana og Hugo er edrú.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir