8.2 C
Grindavik
20. júní, 2021

Hefur ekkert gert í níu mánuði – Skilur ekki hvers vegna hún var verðlaunuð

Skyldulesning

Megan Rapinoe leikmaður Ol Reign og Bandaríkjanna skilur ekki hvernig hún kemst í lið ársins. FIFPRO valdi liðið og var það birt í gær.

Það sem Rapinoe skilur ekki er að hún sjálf kemst í liðið eftir að hafa ekki spilað fótbolta í níu mánuði. Rapinoe spilaði síðast í mars.

„Ég er auðvitað mjög stolt af því að vera í liðinu,“ skrifaði Rapinoe. „Á sama tíma kom þetta mér verulega á óvart, ég hef ekki spilað fótbolta síðan í mars. Það eru svo margar magnaðar konur um allan heim.“

Rapinoe hefur verið mjög áberandi síðustu mánuði og ár, hún hefur barist fyrir jafnrétti í fótboltanum og krafist þess að konur fái betur borgað.

„Það að ég sé í þessu liði segir okkur það að við verðum að halda áfram að berjast og fjárfesta í kvennafótbolta. Við verðum að gefa konum meiri tíma í sjónvarpi.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir