8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Hefur ekki áhuga á ráðherraembætti

Skyldulesning

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea.

AFP

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur ekki áhuga á því að vera forsætisráðherra Bretlands en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi í dag.

Yfirvöld á Bretlandi tilkynntu í dag að ekki yrðu leyfðir áhorfendur á leikjum hjá liðum sem leika í suðurhluta Englands og í Lundúnum vegna fjölda nýrra kórónuveirusmita.

Alls hafa 2.000 manns mátt mæta á völlinn hjá liðum sem leika í Lundúnum en nýjar reglur taka gildi á miðvikudaginn og því verða engir áhorfendur á næstu leikjum Chelsea.

„Við erum í stöðu sem við höfum aldrei verið í áður með þennan faraldur,“ sagði Lampard á blaðamannafundi í dag.

„Persónulega finnst mér félögin á Englandi hafa sýnt að þau eru með góða stjórn á ástandinu og þau hafa sýnt að þau geta stjórnað atburðarrásinni í kringum faraldurinn.

Ég hefði þess vegna viljað sjá stjórnvöld gera einhverjar undantekningar svo við getum fengið stuðningsmenn okkar á völlinn en það er eitthvað sem ég stjórna ekki.

Það er fólk í valdastöðum sem stýrir þessu, ég er ekki þar á meðal, og ég hef ekki áhuga á því að vera forsætisráðherra þessa lands,“ bætti Lampard við.

Innlendar Fréttir