1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Hefur ekki áhuga á starfinu hjá United

Skyldulesning

Zinedine Zidane hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United.

Zinedine Zidane hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United.

AFP

Zinedine Zidane, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid á Spáni, hefur ekki áhuga á stjórastöðunni hjá Manchester United. Það er Mundo Deportivo sem greinir frá þessu.

Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United, þykir afar valtur í sessi eftir 0:5-tap liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í Manchester um síðustu helgi.

Í morgun bárust fréttir af því að Solskjær væri á síðasta séns hjá félaginu en að hann myndi fá tækifæri til þess að snúa gengi liðsins við gegn Tottenham um næstu helgi þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í London.

Zidane hefur verið án starfs síðan hann lét af störfum sem stjóri Real Madrid en hann er sagður vilja taka við franska landsliðinu eða stórliði París SG næst.

Hann hefur ekki áhuga á því að byrja að þjálfa aftur eftir annasama tíma hjá Real Madrid og vill taka sér frí út þetta keppnistímabil.

United hefur sett sig í samband við Antonio Conte sem hugsanlegan arftaka Solskjærs en hann stýrði síðast Ítalíumeisturum Inter Mílanó.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir