10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Hefur engan áhuga á Real Madrid – ,,Sé ekki af hverju eitthvað ætti að breytast“

Skyldulesning

Reece James hefur útilokað það að það sé hans vilji að semja við Real Madrid á Spáni en hann hefur verið orðaður við félagið.

James er talinn vera einn besti bakvörður Englands og er talið að Real hafi áhuga á að semja við hann eftir góða frammistöðu í ensku deildinni.

James er uppalinn hjá Chelsea og hefur alltaf stutt félagið og er þess vegna erfitt fyrir Real að krækja í hans þjónustu.

James vonast til að spila sem lengst fyrir Chelsea og er ekki að horfa annað.

,,Ég vil hugsa um að framtíð mín sé á Stamford Bridge. Ég ólst upp sem stuðningsmaður Chelsea og ég kom mér á framfæri sem leikmaður liðsins,“ sagði James.

,,Þetta er liðið sem ég hef alltaf stutt svo ég sé ekki af hverju eitthvað ætti að breytast. Ég spila fyrir Chelsea og ég nýt þess.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir