2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Hefur engar áhyggjur af Arnari landsliðsþjálfara á æfingum – ,,Í strikernum að raða inn mörkunum“

Skyldulesning

Aron Elís Þrándarsson, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins OB sem og íslenska karlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Þar var hann meðal annars spurður út í tímann sinn hjá OB, stöðuna með landsliðinu sem og innkomu Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara sem hefur verið að taka mikinn þátt á æfingum landsliðsins.

Myndband af æfingu landsliðsins á dögunum vakti mikla athygli en þar mátti sjá Arnar Þór reyna að taka Ísak Bergmann, efnilegasta leikmann Íslands um þessar mundir á en án árangurs.

,,Ég missti af fyrstu æfingunni en frétti að hann væri í strikernum að raða inn mörkunum. Hann þekkir það að spila á þessu leveli þannig að ég hef engar áhyggjur af honum á æfingu,“ sagði Aron Elís á blaðamannafundi landsliðsins en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Aron Elís er sem fyrr segir á mála hjá danska liðinu OB sem situr í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og hefur verið að spila undir væntingum. Aron Elís, sem var kosinn besti leikmaður liðsins á síðasta ári, er að stíga upp úr meiðslum.

,,Þetta er klárlega svekkjandi árangur hjá okkur. Maður finnur að OB er stór klúbbur og áhorfendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu þannig að það er svekkjandi hvernig hefur gengið á tímabilinu. Ég kom inn á í hálfleik í síðasta leik sem tapaðist og maður fann eftir leikinn að áhorfendur eru ekki hræddir við að láta í ljós sína skoðun. Menn þurfa bara að vera með breitt bak, taka gagnrýninni og sýna alvöru frammistöðu.“

Aron Elís Þrándarson/GettyImages

Íslenska landslið leikur við Finnland og Spán í yfirstandandi landsleikjahléi og Aroni Elís lýst vel á verkefnið framundan.

,,Þetta verður mjög spennandi verkefni, flottir leikir að fá til þess að æfa okkur og þróa liðið áfram. við höfum viku til þess að æfa vel og það er bara flott,“ segir Aron Elís sem spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið á síðasta ári, leik sem hann var búinn að vera bíða lengi eftir.

,,Já klárlega búinn að bíða lengi eftir þessu. Ég er þvílikt stoltur af því að vera valinn í landsliðið fyrir keppnisleiki en svo er það undir mér komið að grípa tækifærið. Markmiðið framundan er bara að reyna festa sig í hópnum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir