6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Hefur falið sambandið í þrjú ár fyrir móður sinni vegna aldursmismunar

Skyldulesning

Kona á þrítugsaldri leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Hún er í sambandi með eldri karlmanni og hefur falið það í þrjú ár fyrir fjölskyldu sinni. En nú vilja þau fara að stofna fjölskyldu saman.

„Fjölskylda mín veit ekki að ég hef verið í sambandi í þrjú ár með karlmanni sem er sautján árum eldri en ég. Þau halda að ég búi með eldri samstarfsfélaga. Ég er 29 ára og kærasti minn er 46 ára,“ segir konan.

„Ég veit að mamma myndi elska hann ef hún gæti horft framhjá aldursmismuninum, en hún hefur alltaf haft strangar skoðanir á svona samböndum. Í hennar augum eru konurnar „gullgrafarar“ (e. gold diggers) og eldri mennirnir eru perrar.“

Þegar frænka hennar var í sambandi með karlmanni sem var ellefu árum eldri neitaði móðir hennar að hitta hann. „Hún sagðist ekki vilja blanda sér „í þetta rugl,““ segir konan.

„Vandamálið er að við viljum fara að stofna fjölskyldu saman og það er ekki beint að halda því leyndu. Hvernig er best að fara að þessu? Ég vil ekki missa mömmu mína.“

Deidre gefur konunni ráð.

„Tilhugsunin um svona samræður getur verið yfirþyrmandi en það mikilvæga er að þú hefur verið í þessu sambandi í þrjú ár og þannig sýnt að það gengur upp og þú sért hamingjusöm. Mundu, þú hefur ekkert að fela,“ segir sambandsráðgjafinn.

„Það er gott að segja fjölskyldunni frá á hlutlausum stað, jafnvel í göngutúr. Reyndu að halda samræðunum rólegum og gera það skýrt að þú sért hamingjusöm. Gangi þér vel.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir