Hefur tröllatrú á Aftureldingu og setur pressu á liðið – „Ég vil meira“ – DV

0
116

Markaþáttur Lengjudeildarinnar er farinn aftur að rúlla hér á 433.is. Fyrsta umferð deildarinnar var gerð upp í nýjasta þættinum og þar var Afturelding til umræðu.

Liðið vann sannfærandi 1-3 sigur á Selfossi og eru lærisveinar Magnús Más Einarssonar í Mosfellsbæ til alls líklegir.

„Þeir eru hrikalega vel spilandi og búnir að bæta við meiri gæðum inn í sitt lið. Ég er brattur fyrir hönd Aftureldingar,“ segir sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Afturelding hefur skemmt áhorfendum Lengjudeildarinnar undanfarin ár en nú vill Hrafnkell sjá betri árangur bætast ofan á það.

„Ég vil meira. Við höfum séð þá mjög skemmtilega síðustu ár. Nú vil ég sjá þá skemmtilega og góða. Bætið varnarleikinn. Farið meira að hápressa liðin og setja smá læti í þetta.

Ég vil sjá Aftureldingu fara öruggt í umspilið miðað við hverju þeir hafa bætt við og hversu mikla trú ég hef á Magga.“