6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Hefur verið gríðarlega erfitt

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson hefur glímt við meiðsli.

Jóhann Berg Guðmundsson hefur glímt við meiðsli.

AFP

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson viðurkennir í viðtali sem birtist á heimasíðu enska knattspyrnufélagsins Burnley að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir. Jóhann hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðasta eina og hálfa árið.

„Þetta hefur verið gríðarlega erfitt. Það er erfitt þegar þú ert að glíma við þessi litlu atriði sem halda þér aftur. Það er erfitt að meiðast aftur þegar þú ert nýbúinn að jafna þig. Það hefur verið sagan hjá mér, en ég verð að sætta mig við það, leggja mikið á mig í ræktinni og á vellinum og vera í eins góðu standi og ég get,“ sagði Jóhann.

Burnley hefur farið afar illa af stað í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er í nítjánda og næstneðsta sæti með fimm stig og einn sigur. „Byrjunin hefur ekki verið góð og við vitum það, en við vitum líka hvað þarf til að halda okkur uppi,“ sagði Jóhann.

Kantmaðurinn hefur leikið 100 úrvalsdeildarleiki með Burnley en aðeins 16 þeirra á síðustu leiktíð og í byrjun þessarar leiktíðar.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir