7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Heildarafli í apríl tæp 115 þúsund tonn

Skyldulesning

Heildarafli í aprílmánuði á þessu ári var tæplega 115 þúsund tonn og er það 30% aukning frá því í apríl í fyrra. Botnfiskafli voru rúm 47 þúsund tonn, 2 þúsund tonnum meira en í fyrra. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski, rúm 23 þúsund tonn á meðan uppsjávarafli einskorðaðist nánast alveg við kolmunna, 65 þúsund tonn í apríl í ár, samanborið við 42 þúsund tonn í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Frá maí í fyrra til apríl á þessu ári var heildaraflinn rúmlega 1,1 milljón tonn og er það 15% aukning frá því á sama tímabili árið áður. Þar af var uppsjávarafli 595 þúsund tonn, botnfiskafli 479 þúsund tonn og flatfiskafli tæp 26 þúsund tonn.

Afli í apríl síðastliðnum metinn á föstu verðlagi bendir til þess að 8,8% verðmætaaukning hafi orðið miðað við aprílmánuð í fyrra.

Nánari útlistun má finna á vef Hagstofunnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir