2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Heildarafli íslenska flotans 7,3% minni

Skyldulesning

Fiskveiðiárið sem leið undir lok 1. september var ekkert undantekningarár og heldur litlaust hvað varðar stærð aflans sem íslenski flotinn landaði.

Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Síðasta fiskveiðiár var ekki mikið til að gleðjast yfir og varð samdráttur í heildarafla flotans á mörgum sviðum þó svo að aukning hafi verið í einstökum tegundum, sérstaklega í norsk-íslenskri síld.

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var á síðasta fiskveiðiári (2019/2020) rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári um 7,3%, að því er fram kemur í tölum sem birtar hafa verið á vef Fiskistofu.

Þar segir að botnfiskafli fiskveiðiársins sem seleið undir lok 1. september hafi verið 483 þúsund tonn og var það 30 þúsund tonnum minna en árið á undan. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn, þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa.

Mun meiri síld

Þá varð nokkur samdráttur í uppsjávarafla á síðasta fiskveiðiári borið saman við árið á undan (2018/2019) og dróst hann saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára en bæði árin varð loðnubrestur. Kolmunnaaflinn dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn.

Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en afli í norsk-íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir