Eins og alþjóð ætti að vera kunnungt, er hafið heilsuátak um borð í Hrafni Sveinbjarnar eins og gert hefur verið um borð í Tómasi Þorvaldssyni GK. Er þetta átak hjá Þorbirni hf um heilsueflingu og betri líðan áhafna fyrirtækisins og er það vel.

Áður en farið var í síðustu veiðiferð var farið yfir málin í borðsalnum og menn hvattir til dáða í heilsueflingunni. Ljóst er að mikið mæðir á Jóa Ott kokki sem mun bera hitann og þungann af því að færa mönnum vítamínin og grasafæðið á borðin í matsalnum.

Krumminn mun reyna að fylgjast með og flytja fréttir af meðalvigtinni um borð.

Þó það sé nú löngu vitað að það er lítið samasem merki á milli um hreysti og þyngd…