„Það er ekki annað hægt að segja en að menn hópist í matinn í heilsuátakinu, fyrir utan allt boostið og vítamín gúffið“ sagði Jói kokkur aðspurður hvernig heilsuátakið væri að koma út.
„Ég er sveittur hér alla daga að boossta fyrir mannskapinn og bera vítamínin, bananana og alla frosnu ávextina á borðin hér á öllum tímum sólarhringsins!“ Jói andvarpaði þungan og strauk svitablett af enninu…. „Ég segi ekki að þetta sé að sliga mig en þetta tekur töluvert á, það er að mörgu að hyggja í svona heilsuátaki“ Þar með var kokkurinn rokinn í boostgerð því hann tekur pantanir og reynir að vera klár með drykkina þegar menn þurfa….eða þannig 😀