4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Heimild verði framlengd vegna séreignasparnaðar

Skyldulesning

Vesturbærinn í Reykjavík.

Vesturbærinn í Reykjavík.

mbl.is/Sigurður Bogi

BHM hvetur stjórnvöld til að framlengja heimild húsnæðiseigenda til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán til ársins 2023 hið minnsta.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

Heimildin mun að óbreyttu falla úr gildi 30. júní.

„Með þessu móti geta stjórnvöld komið til móts við heimili landsins á tímum aukinnar efnahagsóvissu og skerts afkomuöryggis. Að mati BHM er framlenging einnig mikilvæg til að vega upp á móti áhættu heimila af vaxtahækkunum á næstu árum og mikilli skuldsetningu,“ segir í yfirlýsingunni.

„Enn fremur telur bandalagið að á þennan hátt gætu stjórnvöld komið áfram til móts við ungt fólk sem fest hefur kaup á húsnæði á undanförnum áratug og getur ekki nýtt sér nýlega tilkominn stuðning stjórnvalda vegna fyrstu kaupa. Stór hluti þessa hóps, ekki síst ungt háskólamenntað fólk, sér fram á verulega aukna óvissu um afkomu sína og getu til að standa undir greiðslubyrði vegna húsnæðislána á næstu árum.“

BHM hvetur háskólamenntað fólk jafnframt til að nýta úrræðið í ríkari mæli en til þessa. Samkvæmt tölum frá því í lok árs 2018 hafði minna en þriðjungur vinnumarkaðar nýtt sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir