7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Heimili Ingvars og Eddu komið á sölu fyrir 135 milljónir – Verðlaunagripir í glugga

Skyldulesning

Leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir selja heimili sitt við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Fasteignin er auglýst á vef Eignamiðlunar. Um er að ræða rúmlega 230 fermetra efri sérhæð og ris með sérinngangi og stórum garði. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og var húsið teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt árið 1949. Settar eru 135 milljónir  á eignina sem staðsett er í einu eftirsóttasta hevrfi miðborgarinnar – steinsnar frá Kaffi Vest og Vesturbæjarsundlauginni.

Garðurinn með húsinu þykir dásamlegur og skartar bæði tréhúsi og útipizzaofni. Nágrannarnir eru heldur ekki af verri endanum. Á hæðinni fyrir neðan býr fjölmiðlakonan og útivistargarpurinn Kolbrún Björnsdóttir, betur þekkt sem Kolla í Bítinu og Árni Árnason, auglýsingaséní og rithöfundur.

Sjáðu myndirnar af íbúðinni hér að neðan, þú getur meðal annars séð alla verðlaunagripina sem hjónin hafa hlotið í glugganum.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Innlendar Fréttir