4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Heimir og Aron unnu sinn leik – Kolbeinn kom við sögu

Skyldulesning

Kolbeinn Sigþórsson og Aron Einar Gunnarsson komu báðir við sögu með sínum liðum, Göteborg og Al-Arabi í dag. Lið Kolbeins gerði jafntefli á meðan Aron var í sigurliði.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður og spilaði um 25 mínútur í 0-0 jafntefli Göteborg gegn Örebro. Leikurinn var liður í 1.umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Aron Einar var þá í byrjunarliði Al-Arabi sem sigraði Al-Sailiya, 3-1, í efstu deild Katar í dag. Heimir Hallgrímsson þjálfar Al-Arabi. Mehrdad Mohammadi gerði öll mörk Íslendingaliðsins. Þetta var síðasti leikur tímabilsins og endar Al-Arabi í sjöunda sæti deildarinnar með 29 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir