7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Heimtar svör um íbúðaeignir bankanna

Skyldulesning

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.

mbl.is/​Hari

Ég leyfi mér að fara þess á leit við hæstvirtan forseta að hann beiti sér fyrir því að þessum fyrirspurnum verði svarað með efnislegum hætti,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi þar sem hann ræddifyrirspurn tengda fjölda íbúða sem Íslands­banki, Lands­banki og fé­lög þeim tengd­um eignuðust á ár­un­um 2008-2019.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur svarað þremur fyrirspurnum Ólafs um málið á þá leið að ekki sé hægt að krefja bankana um þessar upplýsingar.

Í svörunum er það útskýrt að ekki sé hægt að veita efnislegt svar við fyrirspurninni, m.a. með vísan til 57. greinar laga um þingsköp,“ sagði Ólafur og hélt áfram:

„Samt sem áður var í greinargerð með öllum fyrirspurnunum, að ráði þingfundaskrifstofu, tekið fram að málefni fjármálastofnana eigi undir málefnasvið fjármála- og efnahagsráðherra og að forseti Íslands hafi með undirskrift sinni ákvarðað að fyrirspurnin uppfyllti skilyrði 57. grein laga um þingsköp.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir