6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Heimurinn kyrrsettur en ávinningur enginn

Skyldulesning

Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði hámarki á síðasta ári og hefur haldið áfram að hækka það sem af er þessa árs, þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir til að sporna við kórónuveirufaraldrinum.

Eða samkvæmt hlýnunarprestunum hjá NOAA:

After removal of the long-term increasing trend at each site one is left with a seasonal cycle caused primarily by seasonal photosynthesis and respiration of ecosystems on land. The three figures below show the 10-year average seasonal cycle, and the year-to-year variations. These natural variations are large, and so far the „missing“ emissions have not stood out.“

Allt þetta virðist koma blaðamanni á óvart. Var ekki nóg að kyrrsetja stóra hluta heimsins, læsa fólki inni, drepa störf, senda milljónir fátæklinga í hungurdauða og aðrar milljónir í dauða vegna allskyns annarra sjúkdóma, breyta atvinnu í glæpi, kremja líftóruna út úr gömlu fólki með einangrun og andlegri vanrækslu og lepja upp allar ráðleggingar verndaðra hópa embættismanna og milljarðamæringa til að svo mikið sem hægja á aukningu CO2 í andrúmsloftinu?

Ef ekki, hvað ætla þá hlýnunarprestarnir að leggja til næst? Þeir hafa jú lengi daðrað við að loka á hitt og þetta til að minnka útblástur á CO2. 

Kannski þarf bara að ganga enn lengra, enn lengur?

Nú eða fleygja þessari snákaolíu vúdú-vísinda út um gluggann og á ný byrja að huga að velferð mannkyns.


Innlendar Fréttir