7.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Heimurinn veiddi 97,4 milljónir tonna á einu ári

Skyldulesning

Landaður afli á heimsvísu var 4% meiri árið 2018 en árið á undan. Mest var landað af perúansjósu og alaskaufsa.

AFP

Landaður afli á heimsvíðu árið 2018 var 97,4 milljónir tonna eða 4% meiri en árið á undan, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að mest veiddu tegundirnar voru þær sömu og áður, Perúansjósa og Alaskaufsi.

Þá bættist Óman í hóp ríkja með meira en 500 þúsund tonna fiskafla. Á meðal heimsálfa jókst afli mest í Suður-Ameríku og nam aukningin um 2,9 milljónum tonna. Þá var aukningin næst mest í Norður-Ameríku og nam hún um 2,1 milljónum tonna.

Vert er að minnast á að ómanska ríkið hefur að undanförnu verið með skip í eigu Íslendinga í leigu og hafa íslenskir skipstjórar, vinnslustjórar og vélstjórar verið um borð.

Allar ansjósurnar að mjöli

Perúansjósan veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku eins og nafnið gefur til kynna, en á þessu svæði er ríkið Perú. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna.

Fram kemur á vísindavef Háskóla Íslands að fiskurinn er uppsjávartegund og torfufiskur. Mesta perúansjósuaflanum er landað í Perú og Síle og er nær allur aflinn bræddur í mjöl, en fiskurinn „heldur til innan 80 km frá vesturströnd Suður-Ameríku aðallega innan lögsögu Chile. Á nóttunni eru stórar torfur við yfirborð sjávar en yfir daginn fer fiskurinn niður á allt að 50 m dýpi,“ segir á vísidnavefnum.

Perúansjósa.

Mynd/Smithsonian Tropical Research Institute

Alaskaufsinn er af þorskaætt og er meðal stærstu fiskistofnum í heimi. Hann er að finna í norðanverðu Kyrrahafi og er að finna í miklu magni á Beringshafi. Fiskurinn mikilvægur nytjastofn fyrir fleiri ríki svo sem Japan, Rússland og Suður-Kóreu. einnig nýta Kanadmenn og Bandaríkjamenn stofninn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir