5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Heitasta nóvembernótt sögunnar í Ástralíu

Skyldulesning

Aðfaranótt sunnudags var heitasta nóvembernótt sögunnar í hlutum Ástralíu, þar á meðal Sydney. Í Sydney fór hitinn ekki niður fyrir 25,4 gráður um nóttina og var rúmlega 40 gráður á laugardag og sunnudag. Yfirvöld hafa bannað alla meðferð elds vegna hitans og þurrka.

Í vesturhluta New South WalesSouth Australia og norðurhluta Victoria fór hitinn í tæplega 45 gráður um helgina.

Ástralska veðurstofan spáir fimm eða sex daga hitabylgju í hlutum New South Wales og suðaustur hluta QueenslandBBC skýrir frá þessu.

Á undanförnum árum hafa Ástralar upplifað lengri og heitari sumur en áður og nefndi Scott Morrison, forsætisráðherra, síðasta sumar „Black Summer“ vegna mikilla gróðurelda sem eyðilögðu tæplega 12 milljónir hektara gróðurs og urðu 33 að bana.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir