10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Heitustu stjörnur landsins sameinast í jólalagi

Skyldulesning

Heyrst hefur að fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara muni koma saman fyrir dúndurskemmtilegt jólalag í ár.

Lagið, „Jól eins og áður“ er eftir Gretu Salóme og Bjarka Ómarsson og hefur DV öruggar heimildir fyrir því að það muni gleðja landsmenn við þann 1. desmeber ásamt myndbandi.

Í laginu koma fram Sverrir Bergmann, Greta Salóme, Sigga Beintens, KK, Gillz (DJ Muscleboy), Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.

Það mætti segja að lagið sé akkúrat það sem við þurfum núna, en það er með sterkan vonarboðskap en það er líka slegið á létta strengi. Mun meðal annars Indriða, úr Fóstbræðrum, bregða fyrir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir