7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Heldur því fram að United getur orðið enskur meistari

Skyldulesning

Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að liðið geti orðið enskur meistari á þessari leiktíð. Liðið mætir grönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag.

Man. United hefur ekki staðið uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 2011 en liðið datt úr Meistaradeildinni eftir 3-2 tapið gegn Leipzig á þriðjudaginn.

Pressan er að aukast á Ole Gunnar Solskjær en Brown segir að miðað við hvernig tímabilið er að þróast þá geti liðið enn unnið ensku úrvalsdeildina.

„Eftir því hvernig tímabilið hefur þróast þá held ég að Man. United gæti endað fyrir ofan Man. City,“ sagði West Brown í samtali við Ladebrokes veðmiðilinn.

„Ekki misskilja mig, þetta verður erfitt og það eru örugglega sex lið, ekki Arsenal, sem munu berjast um titilinn. Ég sé ekki hvernig United ætti ekki að geta endað fyrir ofan City og unnið titilinn miðað við þetta tímabil.“

Brown segir að frammistaða liðsins á síðustu leiktíð hafi ekki fengið nægilegt hrós og segir hann að liðið geti aftur komið á óvart á þessari leiktíð.

„United endaði í topp fjórum á síðasta ári þegar enginn hélt að það myndi gerast svo stundum verðurðu að hrósa þeim fyrir það sem er að gerast. Þeir þurfa bara meiri stöðugleika í úrvalsdeildinni, sér í lagi á heimavelli.“

„Ef þeir setja saman sex eða sjö leikja sigurhrinu á heimavelli þá held ég að enginn geti sett spurningarmerki við hvort að þeir séu kandídatar á að vinna titilinn,“ bætti Brown við.

Leikur Man. City og United fer fram í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.30.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir