-2 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Helga Möller útskýrir handaskjálftann

Skyldulesning

Helga Möller kemst í hátíðaskap, með því að koma öðrum í hátíðaskap. Hún heldur sitt eigið jólaboð fyrir gesti og gangandi á Laugarveginum ár hvert.

Í ár fær hún því miður ekki að knúsa vegfarendur, en þeir mega alveg vita til þess að huglægt fá þeir jólaknús.

Helga ræddi við útvarpskonuna Völu Eiríksdóttur um jólin í þættinum Gleðileg jól með Völu Eiríks.

Í þættinum gaf Helga hlustendum góða tilfinningu fyrir sínum eigin jólum, en þau eru gerilsneydd hefðum og höftum, enda vill hún ekki vera bundin við fasta liði. Þessi dásamlega jólakona vill ekki sóa tíma sínum og orku þrif, heldur opnar hún frekar Ajax brúsa og leyfir honum að fylla rýmið.

Margir hafa velt fyrir sér handaskjálfta Helgu í gegnum tíðina, en hún vill koma því vel á framfæri að hún er ekki veik, þó hún sé með sjúkdóm sem veldur því að hendurnar séu ekki alltaf til friðs.

„Ég fór að fá spurningar eftir að hafa sést í sjónvarpinu með skjálfandi hönd hvort ég væri með Parkinson. Ég er ekki með það heldur er ég með annan sjúkdóm sem kallast í raun ósjálfráður skjálfti sem er bara í fjölskyldunni minni og það er ekki til lækning við þessu. Mamma batnaði í raun með aldrinum. Hún dó þegar hún var níræð og var eiginlega hætt að hafa þetta,“ segir Helga.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Klippa: Helga Möller útskýrir handaskjálftann

Innlendar Fréttir