Helgi í horninu….

0
657

Helgi í horninu….

February 14 17:18 2014

helgi1Þeir eru nokkrir mennirnir að vestan sem eru að vinna um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS í slippnum í Reykjavík. Einn þeirra er Helgi Bjarnason frá Kleifum í Skötufirði, en nú búsettur í Súðavík, þar sem hann rekur Vélaverkstæði Helga.

Aðrir sem vinna um borð kalla hann gjarnan Helga í horninu, en það er vegna þess að hann hefur varið dágóðum tíma á svipuðum stað í skipinu við að einangra fryströrin í loftinu sem gefa frystitækjunum frost. Mesta vinnan hefur legið í röraflækjunni í bakborðshorninu, þess vegna er þetta viðurnefni farið að heyrast.

Helgi hefur haft á orði að þetta sé mikil skraddarasmíð að klæða þessi blessuðu rör.

Helgi er skemmtilegur maður og gaman að umgangast hann, hefur frá mörgu skemmtilegu að segja og segir auk þess skemmtilega frá.

Blm Júllans skrapp í hornið  og tók þessa mynd af heiðursmanninum Helga Bjarnasyni frá Skötufirði við skraddaraiðjuna …