5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Helmingi færri skammtar af bóluefni Pfizer en búist var við til Íslands

Skyldulesning

Helmingi færri skammtar af bóluefni Pfizer munu koma til íslands um áramót en búist var við. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Miðað var við að skammtarnir sem kæmu Íslands yrðu 21.000, en þeir verða einungis um 10.000, meira en helmingi minna. Þó segir að Í janúar og febrúar verði von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Þetta bóluefni ætti að duga fyrir tæplega 14.000 manns.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Áætlun Pfizer um afhendingu bóluefna hefur raskast og ljóst að færri skammtar koma til Íslands um áramót en samningar gerðu ráð fyrir. Miðað var við að Ísland fengi þá rúmlega 21.000 skammta en þeir verða um 10.000. Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns. Nánari upplýsingar um afhendingu bóluefnis Pfizer á fyrsta ársfjórðungi næsta árs ættu að liggja fyrir á næstu dögum.“

Innlendar Fréttir