helsta-kynlifsrad-gerdar-i-blush

Helsta kynlífsráð Gerðar í Blush

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, ræðir um kynlíf og rómantík í viðtali hjá HérEr.is Hún kemur með nokkur kynlífsráð til að krydda upp á kynlífið en það helsta er einfalt.

„Númer eitt: Ræðið kynlífið við makann,“ segir hún og heldur áfram.

„Það er frábær og lærdómsrík aðferð til að bæta kynlífið. Það er ekki óalgengt að pör eigi erfitt með að ræða um kynlíf, enda er það ekki hluti af uppeldinu sem við fáum eða eitthvað sem er kennt í skóla […] [Forleiksspilið frá Blush] getur verið frábær lausn til að hefja samtalið eða taka það lengra,“ segir hún.

Gerður nefnir nokkur atriði til viðbótar, eins og notkun kynlífstækja og sleipiefnis.

„Það er svo mikilvægt fyrir kynhvötina og ástríðuna í samböndum að allir aðilar í sambandinu upplifi fullnægjandi kynlíf,“ segir hún og bætir við að margir eigi hins vegar erfitt með að fá fullnægingu með maka og þá koma kynlífstækin sterk inn.

„Þau gera kynlífið spennandi og færa oft aukinn hita í leikinn. Enda gott að muna að kynlíf er leikur þar sem allir leikmenn eiga að fá tækifæri til að skora.“

Gerður segir sleipiefni vera vanmetið. Hvort sem fólk sé að stunda kynlíf með einhverjum eða sjálfsfróun þá er sleipiefni nauðsyn á öll heimili að hennar sögn.

Sjálfsfróun góð leið til að læra á líkamann

Gerður hvetur fólk til að stunda sjálfsfróun til að læra betur inn á eigin líkama.

„Leyfið ykkur að vera kynverur. Kynnist ykkur betur með það að markmiði. Stundið sjálfsfróun til að læra inn á líkama ykkar og átta ykkur á hvað þið fílið,“ segir hún.

Til að koma í veg fyrir að kynlífið verði að of mikilli rútínu hvetur Gerður pör til að prófa sig áfram, til dæmis með kynlífstækjum, nýjum stellingum eða nýjum stað á heimilinu.

Það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni hér.


Posted

in

,

by

Tags: