10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Helstu fréttir næturinnar frá Úkraínu – Þjóðverjar lögðu hald á snekkju olígarks – Frétt í framvindu

Skyldulesning

Sókn Rússa gegn Úkraínumönnum heldur áfram af miklum þunga en Úkraínumenn veita harða mótspyrnu og sókn Rússa miðar ekki samkvæmt áætlunum þeirra. Fordæmingum heimsbyggðarinnar rignir yfir Rússa og viðskiptaþvingunum er beitt gegn þeim. Þeir standa nú einir og vinalausir á alþjóðavettvangi.

Hér er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar af málum tengdum Úkraínu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar fréttir berast.

Uppfært klukkan 05.35 – Forbes segir að þýsk yfirvöld hafi lagt hald á lúxusnsnekkju rússneska auðkýfingsins og olígarkans Alisher Usmanov. Hún hefur verið í slipp í Hamborg og mun ekki fara þaðan á næstunni. Margar af refsiaðgerðum ESB beinast einmitt gegn rússneskum olígörkum.

Uppfært klukkan 05.34 – Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, ávarpaði úkraínsku þjóðina í nótt og sagði að Úkraínumönnum hafi tekist að eyðileggja áætlun Rússa um sigur í Úkraínu á einni viku. Hann sagðist einnig vera stoltur af hetjulegri baráttu landsmanna gegn innrásarhernum. Hann hvatti til áframhaldandi baráttu gegn rússnesku hermönnunum sem glíma við lélegan móral að hans sögn. Hann sagði að um 9.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu en yfirvöld í Kreml sögðu í gær að 498 rússneskir hermenn hafi fallið en 2.870 úkraínskir hermenn.

Uppfært klukkan 05.33 – Flóttamannastofnun SÞ segir að um ein milljón Úkraínumanna séu nú á flótta vegna stríðsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir