7 C
Grindavik
2. mars, 2021

„Helvítis brælur að undanförnu og erfitt tíðarfar“

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 4.12.2020
| 19:11

Vestmannaey hefur verið á veiðum austur af landinu að undanförnu ásamt Bergey. Veðurfarið hefur verið leiðinlegt.

mbl.is/Þorgeir

Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE hafa verið í höfn og beðið eftir því að hvassviðrið á Austurlandi gangi niður, en skipin hafa verið við veiðar austur af landinu að undanförnu, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.  Þar segir að Bergey VE hafi landað á þriðjudag í Neskaupstað og Vestmannaey VE á miðvikudag. Síðan landaði Bergey á ný á Eskifirði í gærmorgun.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey kveðst ekki sáttur við tíðarfarið. „Það eru búnar að vera helvítis brælur að undanförnu og erfitt tíðarfar, en það koma hlé inn á milli. Ég geri ráð fyrir að við förum út í nótt og það spáir vel næstu daga.“

Innlendar Fréttir