9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Henry hjólar í leikmenn United og segir þeim að hætta að kenna þjálfaranum um

Skyldulesning

Thierry Henry fyrrum leikmaður Arsenal segir að leikmenn Manchester United verði að líta sér nær frekar en að kenna alltaf þjálfaranum um.

United leitar nú að stjóra til framtíðar en félagið hefur verið í krísu í níu ár eða síðan Sir Alex Ferguson hætti.

„Mér er ekki vel við að hjóla í leikmenn en þeir voru með kennara í Louis van Gaal sem þeim var illa við,“ sagði Henry.

„You had a teacher like Louis van Gaal. … They called Mourinho ‘Dictator’. … Solskjaer was more of a dad, nice guy. When is it going to be the players?“

Thierry Henry and @Carra23 talk about the issues at Manchester United. 👀 pic.twitter.com/V11sNMwQWO

— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 23, 2022

„Þeir töluðu um Mourinho sem einræðisherra því hann vildi hitt og þetta. Hann var harður við leikmenn og þeir kunnu illa við það.“

„Svo kom vinurinn í Solskjær, hann var eins og pabbi þeirra. Ljúfur drengur.“

„Hvenær fer þetta að snúast um leikmennina, hvenær snýst þetta um þá? Þeir verða að standa sig. Ég er ekki stuðningsmaður United en þegar þú spilar fyrir félagið þá þarftu að standa þig. Sama hver þjálfar liðið.“

„Þetta getur ekki alltaf verið þjálfarinn. Þessir leikmenn verða að standa sig og skilja hvar þeir eru.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir