3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Henry sneri aftur í álitsgjafasætið hjá SkySports og var ekki lengi að skjóta á Carragher

Skyldulesning

Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal, er nú í leit að sínu næsta knattspyrnustjórastarfi. Hann var síðast þjáflari Montreal í bandarísku MLS deildinni.

Hann nýtir tímann milli verkefna og var í hlutverki álitsgjafa á SkySports í kvöld með Jamie Carragher, fyrrverandi leikmanni Liverpool.

Kapparnir mættust oft í ensku úrvalsdeildinni og Henry nýtti tækifærið í kvöld og skaut léttum skotum að Carragher.

„Gaman að vera kominn hingað aftur, langt síðan síðast. En ég er ánægður með að vera kominn aftur og að sjá Carragher hérna tveimur metrum frá mér eins og í leikjunum sem við áttumst við í,“ sagði Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

Myndband af orðaskiptum Henry og Carragher má sjá hér fyrir neðan.

🗣“I’m happy to be here, 2 meters away from Jamie like in the game“ 🤣

Thierry Henry is back ladies and gentlemen 👏@ThierryHenry | @Carra23 pic.twitter.com/OH8ctYCGll

— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir