10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Heppinn Norðmaður fær 40 milljónir

Skyldulesning

Hepp­inn Norðmaður hlaut ann­an vinn­ing í Vík­inglottó­inu í kvöld og fær hann í sinn hlut tæp­ar 40 millj­ón­ir króna. Fyrsti vinn­ing­ur, sem hljóðaði upp á rúma 3,3 millj­arða króna, gekk ekki út. 

Einn heppinn spilari hér á landi var með allar tölurnar réttar í Jóker kvöldsins og fær hann í sinn hlut tvær milljónir króna. Vinningsmiðinn er í áskrift.

Þá fengu fimm spilarar hérlendis fjór­ar rétt­ar jóker­töl­ur í réttri röð og fær hver um sig 100 þúsund krón­ur í vinn­ing. Tveir miðanna voru í áskrift, tveir voru keyptir á lotto.is og einn í Skeifunni söluturni í Grindavík.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir