7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Hér tekur þú þátt í jólabingóþættinum!

Skyldulesning

Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra sannkallaðri fjölskyldugleði hér á mbl.is þegar þau færa landsmönnum sjóðandi heitar bingótölur beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði og allir sem fá BINGÓ fá vinning.

Í kvöld er sérstakur jólabingóþáttur og verður nóg um að vera. Hægt er að nálgast útsendinguna neðst í þessari frétt.

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún verður gestur í þætti kvöldsins og munu þau Siggi og Eva takast á við sérstaka Beyoncé-áskorun.

„Það er komið að stóru stundinni, en fyrir tveimur vikum tókst mér einhvern veginn að skora Evu Ruzu á hólm í keppni í Beyonce-dönsum. Við munum sem sagt heyja danseinvígi í beinni útsendingu í anda Beyonce og áhorfendur geta kosið hvor stóð sig betur í sms-kosningu. Hvert sms kostar 500 krónur og mun allur ágóði af kosningunni renna beint til mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem vonandi mun koma sér vel núna fyrir jólin. Við hvetjum því alla til að kjósa grimmt annað kvöld og um leið láta gott af sér leiða.“

Til að taka þátt í kosningunni á að senda sms í númerið 1900 og skrifa annaðhvort Siggi eða Eva í sms-ið eftir því hvort þeirra þú ætlar að kjósa. 

Leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna má nálgast með því að smella hér.

Bein útsending hefst klukkan 19.00 og hægt er að fylgjast með henni hér og á rás 9 hjá Símanum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir