Home Slúðrað í stakkageymslunni Hér uni ég mér vel….

Hér uni ég mér vel….

0
19
her-uni-eg-mer-vel….

Hann Friðrik Jakobsson eða Fiddi baader eins og hann er gjarnan kallaður um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni er að róa annan túrinn sinn í röð. Það var ekki mikið stopp á milli túra, bara rétt til að ná andanum eða svo. Það hefur gengið vel og lítið gert annað en að vinna. borða og sofa. Og stundum sofa menn lítið eða illa og þá er nú gott að geta náð sér í kríu í stakkageymslunni á meðan beðið er eftir að frjósi í tækjunum.

Það náðist að festa atvikið á filmu en þetta var svo snögg kría að Fiddi áttaði sig ekki einu sinni sjálfur á að sér hafi runnið í brjóst.

Annars er Fiddi alsæll með að prófa „hitt rólið“ eða að fara með Valsgenginu. Þetta er bara allt annað….. en við förum ekki nánar útí það.

Allavega brosir hann breitt eins og myndin sýnir.