10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Herða reglur í kjölfar morðs á 19 ára karlmanni

Skyldulesning

Stjórnvöld í Grikklandi hafa það í hyggju að herða reglur til að sporna við óeirðum og hættulegri hegðun fótboltabullna í landinu eftir að 19 ára karlmaður var laminn og stunginn til bana.

Alkis Kampanos hét maðurinn sem var myrtur fyrir utan heimavöll gríska liðsins Aris. Alkis var stuðningsmaður Aris en banamenn hans eru stuðningsmenn erkifjendanna PAOK.

Í frétt Reuters um málið segir að ofbeldi í tengslum við knattspyrnu hafi verið vandamál undanfarin ár, bæði innan og utan vallar.

Alls hafa níu manns verið handteknir í tengslum við morðið á Alkis.

Í Grikklandi eru slagsmál bæði fyrir og eftir leiki tíð. Áætlanir stjórnvalda í Grikklandi snúa helst að því að hækka sektir tengdar knattspyrnufélögum og auka völd lögreglu í kringum knattspyrnuleiki í landinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir