7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Herdís vill 4.-5. sætið

Skyldulesning

Herdís býður sig fram í 4.-5. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í …

Herdís býður sig fram í 4.-5. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.

Ljósmynd/Aðsend

Herdís Anna Þorvaldsdóttir, athafnakona og annar varaþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður, gefur kost á sér í 4.-5. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. 

Herdís er fædd og uppalin í Reykjavík og býr við Laugardalinn ásamt börnum sínum þremur á aldrinum 12 til 28 ára.

Þá stendur hún í eigin rekstri í heilsutengdri ferðaþjónustu og ráðgjöf ásamt því að vera formaður flugnefndar hjá Samtök ferðaþjónustunnar og formaður SJÓR, Sjósundfélags Reykjavíkur.

Herdís vill stuðla að því að hér sé öruggt og mannvænt samfélag. Hún leggur áherslu á skilvirkt og einfalt viðskiptaumhverfi til að greiða fyrir einstaklingsframtakinu og nýsköpun og þróun. Þá vill hún aukin gæði og valfrelsi í heilbrigðis- og menntamálum og hefur verið talsmaður uppgræðslu og sjálfbærni í umgengni við náttúruna.

„Ég er lausnarmiðuð og nálgast hvert verkefni, hverja lífsreynslu sem tækifæri til lærdóms og grunn til vaxtar og sköpunar.

Það er sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og land og þjóð í náinni framtíð. Ég býð fram krafta mína til að móta þann jarðveg sem nýtist þeim sóknarfærum best í sátt við umhverfið og samfélagið,” segir í tilkynningu frá Herdísi. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir