Herra Hnetu­smjör og frú edrú í sjö ár – Vísir

0
4

Herra Hnetu­smjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árna­son, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann.

„Í dag er ég búinn að vera edrú í 7 ár. Lífið er bull,“ skrifar rapparinn í tilefni tímamótanna. 

Sömuleiðis fagnaði barnsmóðir hans og sambýliskona, Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda, sama áfanga 11. nóvember síðastliðinn. En parið kynntist í meðferð árið 2016.

Lífið virðist leika við þau og eiga í dag saman tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein. 

Idol hefst næsta föstudag Herra Hnetusmjör hefur verið áberandi í tónlistarsenunni síðastliðin ár ásamt því að vera einn af fjórum dómurum í Idol. 

Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn.

Fyrstu upptökur fyrir nýju þáttaröðina fara fram í lok ágúst. Í maí síðastliðnum fóru prufur fram víðvegar um land og var þátttakan glæsileg.

Í klippunni hér að neðan má sjá brot úr lokaþætti keppninnar í febrúar.