2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Hersir Aron nýr aðstoðarmaður Bjarna

Skyldulesning

Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Hersir Aron fyllir í skarð Svanhildar Hólm sem hætti á dögunum sem aðstoðarmaður til að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.

Hersir Aron Ólafsson er skráður sem aðstoðarmaður ráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Hersir Aron er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands hvar hann vann til verðlauna fyrir námsárangur sinn. Honum hefur brugðið fyrir í auglýsingum háskólans fyrir laganám. 

Hann starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, síðar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar auk þess að vera einn þáttastjórnenda Íslands í dag.

Hersir Aron verður annar tveggja aðstoðarmanna Bjarna en auk þess er Páll Ásgeir Guðmundsson aðstoðarmaður hans.

Hersir Aron hefur vakið athygli fyrir pistlaskrif sín þar sem hann hefur meðal annars skrifað um forsjárhyggju, tíst dómsmálaráðherra um áfengissölu innanlands og dauðarefsingar. Sömuleiðis fyrir skrif um þá sem berjast fyrir nýrri stjórnarskrá og framgöngu þeirra.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir