Það var hart barist í leik Vals og Stjörnunnar í Meistarar meistaranna í kvennafloki í kvöld, ekkert var gefið eftir.
Bæði lið lögðu mikið í leikinn en gæðinn á síðasta þriðjungi voru lítil og fá færi sköpuðust.
Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni á Hlíðarenda. Stjarnan hafði betur þar en Elísa Viðarsdóttir og Ásdís Halldórsdóttir klikkuðu báðar fyrir Val.
Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
1-1 Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
2-1 Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
2-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
2-2 Elísa Viðarsdóttir (Valur) klikkaði
2-3 Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
3-3 Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
3-4 Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (Stjarnan)
3-4 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) klikkaði