hetjur-hafsins….

Skyldulesning

Nú ríkja vetrarhörkur á sjó og landi, oft þurfa skip að leita vars og oftar en ekki verður Grænahlíð í Skutulsfirði fyrir valinu. Hið svokallaða Hótel Grænahlíð er ekki þekkt fyrir góðan viðurgerning né þjónustu nema það eitt að það er þokkalega kyrrt í sjó meðan veðrið geisar á miðunum fyrir utan.

Oft er dyttað að vélum og veiðarfærum í svona ástandi og það er ekki hægt annað en að dást að hetjum hafsins og hermönnum þjóðarinnar þegar þeir skella sér í trollviðgerðir berir að ofan eins og ekkert sé!

þeir láta sér sko ekki allt fyrir brjósti brenna